Menningarveisla á Icelandair hótelinu í Keflavík
Icelandair hótel í Keflavík býður til menningarveislu á Ljósanótt 5.-8.sept. Þar verður lifandi og skapandi hópur listamanna, hönnuða, matargúrúa og lífskúnstnera. Allir eru velkomnir í veisluna og þiggja léttar veitingar fimmmtudaginn 5. sept. kl: 19:00.
Sýningarsvæðin verða opin:
Fimmtudag kl. 19:00 - 23:00, föstudag kl. 13:00 - 23:00, laugardag kl. 11:00 - 23:00 og sunnudag kl. 12:00 - 17:00. Einnig verða ýmsar óvæntar uppákomur tónlist, andlitsmálun fyrir krakkana og margt fleira.
Meðal þeirra sem taka þátt í hátíðinni eru: Pop Upp kaffihús Fjólu Jóns - Picnic Cafe, Sælkera matarmarkaður, Pétur Gautur - Myndlistarsýning, Trausti Trausta - Myndlistarsýning, Syrusson Hönnunarhús, Rakel Steinþórs - Myndlistarsýning, Vala Arnardóttir - Myndlistarsýning, Fluga Design - Hönnun, Eygló Karólína Design - Hönnun, Halldóra Eydís - Hönnum, Gull og Hönnun, Viking Design, Ljósberinn Skermagerð - LAMPAR OG SKERMAR, Ljo.skart-design - Hönnun, Lopapeysur. Einstök hönnun, Ilmolíulampar - Ilmandi lampar, Óli hjá Ozzo – Ljósmyndasýning, Sýning á verkum gömlu meistarana: Kjarval, Kjartan Guðjónsson, Gunnlaugur Blöndal svo eitthvað sé nefnt. Samsýning ART67: Auður Björnsdóttir, Birna Smith, Bjarney Sif Ólafsdóttir, Fríða Gísladóttir, Fríða Rögnvaldsdíttir, Guðrún Helga Kristjánsóttir, Helga Ástvaldsdóttir, Ingibjörg Ottósdóttir, Yvonne Kristín Níelsen, Þóra Jóna Dagbjartsdóttir og Þóra Sigurþórsdóttir.