Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningarveisla á Icelandair hótelinu í Keflavík
Fimmtudagur 5. september 2013 kl. 09:28

Menningarveisla á Icelandair hótelinu í Keflavík

Icelandair hótel í Keflavík býður til menningarveislu á Ljósanótt 5.-8.sept. Þar verður lifandi og skapandi hópur listamanna, hönnuða, matargúrúa og lífskúnstnera. Allir eru velkomnir í veisluna og þiggja léttar veitingar fimmmtudaginn 5. sept. kl: 19:00.

Sýningarsvæðin verða opin:

Fimmtudag kl. 19:00 - 23:00, föstudag kl. 13:00 - 23:00, laugardag kl. 11:00 - 23:00 og sunnudag kl. 12:00 - 17:00. Einnig verða ýmsar óvæntar uppákomur tónlist, andlitsmálun fyrir krakkana og margt fleira.

Meðal þeirra sem taka þátt í hátíðinni eru: Pop Upp kaffihús Fjólu Jóns - Picnic Cafe, Sælkera matarmarkaður, Pétur Gautur - Myndlistarsýning, Trausti Trausta - Myndlistarsýning, Syrusson Hönnunarhús, Rakel Steinþórs - Myndlistarsýning, Vala Arnardóttir - Myndlistarsýning, Fluga Design - Hönnun, Eygló Karólína Design - Hönnun, Halldóra Eydís  - Hönnum, Gull og Hönnun, Viking Design, Ljósberinn Skermagerð - LAMPAR OG SKERMAR, Ljo.skart-design - Hönnun, Lopapeysur. Einstök hönnun, Ilmolíulampar - Ilmandi lampar, Óli hjá Ozzo – Ljósmyndasýning, Sýning á verkum gömlu meistarana: Kjarval, Kjartan Guðjónsson, Gunnlaugur Blöndal svo eitthvað sé nefnt. Samsýning ART67: Auður Björnsdóttir, Birna Smith, Bjarney Sif Ólafsdóttir, Fríða Gísladóttir, Fríða Rögnvaldsdíttir, Guðrún Helga Kristjánsóttir, Helga Ástvaldsdóttir, Ingibjörg Ottósdóttir, Yvonne Kristín Níelsen, Þóra Jóna Dagbjartsdóttir og Þóra Sigurþórsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024