Menningarsjóður Reykjanesbæjar opinn fyrir umsóknum
Enn er opið fyrir umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar þar sem hægt er að sækja um styrki í fjölbreytt verkefni sem efla menningarlíf í Reykjanesbæ.
Menningar- og þjónusturáð bæjarins hvetur alla sem luma á skemmtilegum hugmyndum að verkefnum til að sækja um í sjóðinn. Umsóknarfrestur var til 11. febrúar en hefur verið framlengdur til 18. febrúar í ljósi þeirra atburða sem hafa gengið yfir Reykjanes síðustu daga. Sótt er um í gegnum Mitt Reykjanes.