Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Menningarráð auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum
  • Menningarráð auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum
Mánudagur 3. mars 2014 kl. 11:31

Menningarráð auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum

– Umsóknarfrestur er til 27. mars

Menningarráðs Suðurnesja hefur nú auglýst eftir styrkumsóknum. Um er að ræða annars vegar verkefnastyrki og hins vegar stofn og rekstrarstyrki.

Menningarráðið hefur ákveðið að þeir aðilar hafi forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða og sækja um styrk til verkefna: Verkefni milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað á Suðurnesjum. Verkefni sem efla nýsköpun á sviði lista- og menningarstarfs. Verkefni sem miða að fjölgun starfa. Verkefni sem styðja við samstarf í ferðaþjónustu og menningu.

Umsóknarfrestur er til 27. mars og skal umsóknum skilað til Atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar, Grænásbraut 506, Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 420-3288 eða á [email protected].

Auglýsinguna má sjá hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024