Menningarkvöld Vox Arena og NFS
- í Stapa í kvöld.
Menningarkvöld á vegum Vox Arena og NFS verður í Stapa í kvöld. Björn Bragi úr Mið-Íslandi verður með uppistand, trúbador mætir á svæðið, myndlistarsýning verður á staðnum og tískusýning þar sem sýnd verða föt frá Krummaskuð, Gallerý Keflavík, Koda og fatahönnunarnemendum í FS. Léttar veitingar verða í boði. Nánar um viðburðinn hér.