Menningardagur í kirkjum á sunnudag
Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum verður haldinn í þriðja sinn n.k. sunnudag 23. október 2005.
Undirbúningur hefur frá byrjun verið í höndum Kristján Pálssonar formanns Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og Gunnars Kristjánssonar prófasts í Kjalarnesprófastdæmi. Í fyrra komu rúmlega 1000 gestir og nutu margvíslegrar menningardagskrár í kirkjunum sem eru átta talsins.
Menningardagurinn er unnin í samvinnu við presta, sóknarnefndir og tónlistarfólk í hverri kirkju og stendur yfir frá kl. 10 um morgunin til kl. 21:00 um kvöldið.
Texti: reykjanesbaer.is, VF-mynd/Þorgils: Húsfyllir var á tónleikum Bjarna Arasonar í Kirkjuvogskirkju í Höfnum í fyrra.