Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum
Fimmtudagur 12. október 2006 kl. 09:17

Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum

Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum verður haldinn sunnudaginn 22. október n.k. Þetta er í fjórða sinn sem Ferðamálasamtökin, kirkjurnar á Suðurnesjum, Reykjanesbær og Sparisjóður Keflavíkur halda Menningardag í kirkjum á Suðurnesjum. Sérstök dagskrá er í öllum 8 kirkjum Suðurnesja og tímanum stillt þannig upp að auðvelt er að komast á milli kirkna til að ná að sjá dagskrána í hverri kirkju.

Dagkráratriðin eru með sama sniði og áður að sótt er að mestu leiti í menningu hverrar kirkjusóknar fyrir sig.  Dagskráin hefst  í Kálfatjarnarkirkju kl. 10:00 um morguninn með erindi sr. Gunnars Kristjánssonar um sögu Kálfatjarnarkirkju. Meðal annarra dagskráratriða verður að  Ellen Kristjánsdóttir mun flytja lög Njarðvíkurkirkju við texta eftir Njarðvíkingana Sveinbjörn Egilsson og Hallgrím Pétursson. Grindvíkingar bjóða upp á dagskrá um Sigvalda Kaldalóns og Stein Steinarr, Útskálakirkja býður upp á erindi frá Andra Snæ Magnasyni. „Stund milli stríða-Garður milli hers og álvers“. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona verður í Hvalsneskirkju með leikrit sitt um ungdómsár Hallgríms Péturssonar. Leiðsögumenn Reykjaness bjóða upp á sagnaskemmtun í Kirkjuvogskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju býður Rúnari Júl., Einar Júl. og María Baldursdóttur upp á upprifjun á stemmningunni í Krossinum og Stapanum 1960-1975.  Menningardagurinn endar svo með söngdagskrá í Keflavíkurkirkju þar sem Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson flytja söngdagskrá. Að endingu er boðið upp á kaffi í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju.

Menningardagskráin er í þetta sinn hluti af Menningardegi í kirkjum í Kjalarnesprófastdæmi sem nú er haldinn í fyrsta sinn yfir allt prófastdæmið í stað Suðurnesja einna áður.

 

Kristján Pálsson form. Ferðamálasamtaka Suðurnesja

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024