Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:41

MENNINGARDAGAR Í SANDGERÐI 1999

Ferða- og menningarmálanefnd Sandgerðisbæjar stendur fyrir Menningardögum um næstu helgi, 17.-19. september. Dagskráin verður fjölbreytt og má þar nefna tónleika í safnaðarheimilinu þar sem kvennakór og einsöngvarar koma fram. Í nýju æskulýðsmiðstöðinni, í Reynisheimilinu við íþróttavöllinn, verður festival fyrir unglinga. Lionsmenn munu sjá um sögustund í Efra Sandgerði þar sem sannar sögur um menn og málefni frá Sandgerði verða sagðar. Á laugardag verður golfmót og einnig verður boðið uppá stuttar söguferðir um Sandgerði og nágrenni með leiðsögumanni. Listamenn munu sýna verk sín í samkomuhúsinu alla helgina. Á svæðinu við höfnina og í nýja Tikkhúsinu verða allskonar leiktæki fyrir yngri kynslóðina, dorgveiðikeppni, sölubásar, heitt kaffi, kakó, vöfflur o.fl. Á laugardeginum heldur hljómsveitin Botnfiskar uppi fjörinu og um kvöldið skemmtir karlakórinn Víkingar, Óli lækur, Siggi Báru og Óli píp. Að lokum verður varðeldur og glæsileg flugeldasýning við höfnina. Á föstudags- og laugardagskvöld mun hljómsveitin Hljóp á snærið leika fyrir dansi á veitingahúsinu Vitanum. Ókeypis aðgangur verður í Fræðasetrið, Sundlaugina og Nýja Vídd alla helgina. Á sunnudag verður innanfélagsmót Reynis í knattspyrnu á grasvellinum og einnig verða sett upp skemmtileg leiktæki fyrir börn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024