Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Menningardagar í kirkjum haldnir í fjórða sinn
Þriðjudagur 17. október 2006 kl. 14:39

Menningardagar í kirkjum haldnir í fjórða sinn

Menningardagar í kirkjum á Reykjanesi verða haldnir í fjórða sinn sunnudaginn 22. október n.k. Blönduð menningardagskrá í tali og tónum verður í öllum kirkjunum á mismunandi tímum. Menningardagarnir eru öllum opnir og er enginn aðgangseyrir.

 

Verkefnið er samvinnuverkefni Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Reykjanesbæjar, Sparisjóðsins og kirknanna á Reykjanesi.

 

Dagskrá:

 

Kl. 10:00-10:45 Kálfatjarnarkirkja. Saga Kálfatjarnarkirkju: Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur flytur erindi. Kirkjukór.

 

Kl. 11:10-11:55 Njarðvíkurkirkja. Ellen Kristjánsdóttir syngur lög við  ljóð eftir Sveinbjörn Egilsson og Hallgrím Pétursson.

 

Kl. 13:00-13:45 Grindavíkurkirkja. Þeir gerðu garðinn frægan í Grindavík.

 

Kl. 14:15-15:00 Útskálakirkja. Andri Snær rithöfundur. Draumalandið Garður.

 

Kl. 15:30-16:15 Kirkjuvogskirkja. Sagnaskemmtun í umsjón Leiðsögumanna Reykjaness.

 

Kl. 16:45-17:30 Ytri-Njarðvíkurkirkja. Einar Júl., Engilbert, Rúnar Júl. og hljómsveit flytja vinsælustu lögin úr Krossinum og Stapanum 1960-1975.

 

Kl. 18:00-18:45 Hvalsneskirkja. Guðrún Ásmundsdóttir og félagar flytja leikrit um æsku Hallgríms Péturssonar.

 

Kl. 20:00-21:00 Keflavíkurkirkja safnaðarheimili. Óperusöngvararnir  Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson ásamt undirleikara flytja létta tónlist með sínu lagi. Kaffi á eftir.  

 

www.reykjanesbaer.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024