Menningar- og sögutengd ganga um Hraun - Nýtt söguskilti vígt
Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður sunnudaginn 11. október og hefst kl. 13:00. Gangan hefst við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis með vígslu á sjöunda söguskiltinu sem sett er upp í Grindavík.
Genginn verður hringur m.a. að: fiskgörðum í Slokahrauni, strandstað Cap Fagnets, Tyrkjadys og hinum forna kirkjustað. Ómar Smári og Sigrún Franklín sjá um fræðsluna. Gangan tekur um einn til tvo klukkutíma með fræðslustoppum. Gengið í hrauni og grasi. Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar. Í lok göngu verður heitt á könnunni. Allir eru velkomnir.