Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Menning í heimilislegu andrúmslofti
Föstudagur 13. febrúar 2009 kl. 09:00

Menning í heimilislegu andrúmslofti



Menningin skipar sinn sess í bæjarlífi Vogabúa. Í Minni-Vogum, litlu vinalegu húsi frá 1922, hefur menningin hreiðrar um sig undir merkjum Hlöðunnar, menningarverkefnis sem er hugarfóstur Mörtu Jóhannesdóttur, listunnanda, bókmenntafræðings, kennara og dagskrárgerðarmanns. Minni –Vogar er gamalt býli og við húsið stendur forn hlaða sem nafn menningarverkefnisins er sprottið af. Í hlöðunni er ákjósanlegt rými fyrir sýningar og aðrar menningaruppákomur. Á neðri hæð íbúðarhússins er gestavinnustofa en Marta býr á efri hæðinni. 

„Við festum kaup á húsinu fyrir rúmu ári og fengum fljótlega þá hugmynd að vera með einhvers konar menningarstarfsemi í húsinu. Í fyrstu vorum við að einblína á hlöðuna en svo kom þess hugmynd með gestavinnustofuna.  Hún gekk út á að bjóða listamönnum af öllu tagi að koma og vera á neðri hæðinni í tvær til fjórar vikur og í lok hverrar dvalar héldu þeir sýningu eða tónleika, allt eftir því hvað þeir væri að fást við. Þetta hefur gengið eftir en við fengum styrk frá Menningarráði Suðurnesja sem gerði okkur kleift að geta boðið upp á þetta,“ segir Marta um tilurð verkefnisins.

Listamennirnir sem dvelja í gestavinnustofunni greiða lágmarksupphæð fyrir dvölina eins og venja er en allar uppákomur sem haldnar eru á vegum Hlöðunnar þ.m.t. þær sem haldnar eru í samvinnu við gesti vinnustofunnar eru opnar öllum og aðgangur ókeypis. „Það hefur einnig skapast hefð fyrir því að bjóða þeim sem sækja viðburði hér upp á kaffi og heitt súkkulaði og er ætlunin að halda í þá hefð enda hefur hún mælst vel fyrir. Það er mjög gaman að geta boðið fólki upp á metnaðfulla og góða dagskrá, öllum að kostnaðarlausu.“ segir Marta í samtali við VF.

Að sögn Mörtu koma listamennirnar víða að til dvalar í gestavinnustofunni, bæði innlendir og erlendir, m.a. frá Bandaríkjunum og Tékklandi en þaðan kom stór hópur í fyrra . Allir hafa þeir verið verið ánægðir með dvölina og umhverfið, finnst gott að vinna að verkefnum sínum í ró og næði í kyrrðinni við sjávarsíðuna.

----

Efsta mynd.
Marta við eldhúsborðið í Minni – Vogum. Þar þrífst menningin við heimilslegar og afslappandi aðstæður.




Minni –Vogar. Bak við húsið er svo hlaðan.



Stofutónleikar hljómsveitarinnar Campfire Backtracks í Minni-Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024