Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Melkorka sigraði Samfestinginn
Laugardagur 3. mars 2012 kl. 16:44

Melkorka sigraði Samfestinginn



Melkorka Rós Hjartardóttir, frá félagsmiðstöðinni Borunni í Vogum á Vatnsleysuströnd, bar sigur úr býtum á Samfestingnum, söngkeppni félagsmiðstöðva í dag. Melkorka söng íslenska útgáfu af lagi Eltons Johns, Your Song.

Í öðru sæti varð svo önnur Suðurnesjamær, Sólborg Guðbrandsdóttir, fulltrúi Fjörheima í Reykjanesbæ. Þessar tvær efnilegu söngkonur höfnuðu einnig í tveimur efstu sætunum í söngkeppni Samsuð, sem er  söngkeppni félagsmiðstöðva á Suðurnesjum.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum stúlkum sem eiga sennilega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni.

Hér má sjá flutning Melkorku á sigurlaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024