Melkorka hlaut Hljóðnemann
Frábær sýning í Andrews leikhúsinu
Það var Vogamærin Melkorka Rós Hjartardóttir sem bar sigur úr bítum í Hljóðnemanum, söngvakeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær. Keppnin sem var hin glæsilegasta var haldin í Andrews leikhúsinu á Ásbrú. Þar var mikið fjölmenni og mikil stemning. Í öðru sæti höfnuðu systurnar Sigríður og Sólborg Guðbrandsdætur ásamt Smára Hanssyni. Þriðju voru svo þau Ástþór Baldursson og Andrea Lind Hannah. Melkorka söng lagið I Can't Make You Love Me eftir Bonnie Raitt.
Hressu krakkarnir í Big band theory tóku lagið og bæði Danskompaní og Bryn ballett skemmtu í hléi. Þorsteinn Guðmundsson var kynnir og var grínistinn góður að vanda.
Myndasafn frá Hljóðnemanum má sjá hér.
	
Annað sætið: Sólborg, Smári og Sigríður.
	
Þriðja sætið: Andrea og Ástþór.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				