Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Meistaraflokkur Grindavíkur safnar fyrir dreng með hvítblæði
Þriðjudagur 27. júní 2006 kl. 18:46

Meistaraflokkur Grindavíkur safnar fyrir dreng með hvítblæði

Leikmenn og aðstandendur meistaraflokks Grindavíkur í knattspyrnu karla stóðu fyrir söfnun í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, til styrktar hinum unga félaga sínum Frank Brynjarssyni, sem á næstunni fer til Svíþjóðar í aðgerð eftir að hafa greinst með hvítblæði. Söfnunin skilaði tæplega hundrað þúsund krónum, sem vonandi eiga eftir að nýtast Frank og fjölskyldu hans vel á næstunni. Leikmenn og aðstandendur Grindavíkurliðsins senda Frank og fjölskyldu alla sína hlýjustu strauma og vona innilega að ferðin til Svíþjóðar gangi sem best, segir í tilkynningu frá meistaraflokki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024