Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 20. júlí 2001 kl. 10:28

Með umboð fyrir um 50 listamenn

Gallerý Hringlist er staðsett að Hafnargötu 29 í Keflavík. Þar er að finna íslenska listmuni og myndlist. Hildur Harðardóttir og Óskar Halldórsson keyptu gallerýið í mars 2000 og hafa rekið það síðan þá.
Hringlist hefur í umboðssölu listaverk eftir u.þ.b. 50 listamenn og má þar nefna Línu Rut, Daða
Guðbjörnsson, Höllu Haralds, Írisi Jónsdóttur, Koggu, Æju, Helgu Jóhannesdóttur, Þóru Sigurþórsdóttur, Heiðrúnu Þorgeirsdóttur, Auði Ólafsdóttur, Sigríði Rósinkars og marga fleiri. Hildur er sjálf med verk sín í gallerýinu, hún málar vatnslitamyndir og býr til ámálada silkipúda og silkiteppi. Til að byrja með var enginn sýningarsalur í gallerýinu einungis verslun en nú hefur salnum verið bætt við og var hann opnaður á Ljósanótt á síðasta ári. „Ég er ekki íhaldssöm í vali á listamönnum", segir Hildur. „Ég vil að allir njóti góðrar listar og er þar af leiðandi ekki að höfða til ákveðins hóps." Meðal þeirra sem verða með sýningar í sumar eru Gulla Olsen ung Keflavíkurmær en hún verður með sína fyrstu sýningu í júlí. Sæmundur verður með sýningu í ágúst og á
Ljósanótt sýnir brottfluttur Keflvíkingur verk sín. Einnig verður boðið upp á kynningu á listamönnum í glugga gallerýsins. Allir sem telja sig hafa frambærilega list fram að færa er velkomið að hafa samband við Hildi í Hringlist.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024