Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með snjóhús á Sólseturshátíð
Föstudagur 25. júní 2010 kl. 14:02

Með snjóhús á Sólseturshátíð

Á verkstæði unga fólksinsí Reykjanesbæ er unnið að ýmsum skapandi verkefnum. Undanfarið hefur unga fólkið verið að smíða „snjóhús" úr gifsi sem verður til sýnis á Sólseturshátíðinni í garði um helgina. Þegar blaðamann bar að garði nú um hádegið var verið að undirbúa flutning hússins út í Garð. Var haft á orði að húsið gæti hýst væntanlegan ísbjörn í húsdýragarðinum um leið og borgarstjórinn í Reykjavík væri búinn að finna einn slíkan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024