Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Með sjaldgæfa tegund hvítblæðis
    Gylfi Örn Gylfason og Hildur Guðný Harðardóttir.
  • Með sjaldgæfa tegund hvítblæðis
    Gylfi og börnin hans tvö.
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 09:24

Með sjaldgæfa tegund hvítblæðis

Sporthúsið hrindur af stað söfnun fyrir fjölskylduna.

Gylfi Örn Gylfason greindist í  nóvember sl. með sjaldgæfa tegund hvítblæðis. Þann 10. mars hóf hann sína þriðju lyfjameðferð sem hann er að klára núna. Gylfi er 35 ára Suðurnesjamaður og í sambúð með Hildi Guðnýju Harðardóttur og saman eiga þau tvö börn, 6 og 13 ára.

Eins og gefur að skilja eru aðstæður hjá þessari ungu fjölskyldu afar erfiðar. Gylfi getur ekkert unnið og Hildur er einungis í 50% starfi.

Sporthúsið í Reykjensbæ heldur sína fyrstu árlegu „Láttu gott af þér leiða“ góðgerðadaga 3.‒5. apríl. Þetta er verkefni sem hér eftir verður árlegt og verða einstaklinga og eða félag/samtök sem við munum styrkja. Þetta árið var tekin ákvörðun um að styrkja ungan mann í bæjarfélaginu og fjölskyldu hans.

Hjá Sporthúsinu eru bundnar vonir við að vel verið tekið í þetta verkefni og fólk leggi góðu málefni lið. Búið er að koma upp söfnunarbaukum víða um Sporthúsið og auk þess verða ýmsir viðburðir tengdir þessari söfnun.

Styrktarreikningur 0121-05-408403 kt. 230478-3419.

Ef einhver veit um húsnæði fyrir fjölskylduna til leigu, helst 4ja herb þá væri vel þegið ef viðkomandi hefðu samband við fjölskylduna sem er að lenda í vanda með húsnæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024