Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Með ljós í hjarta á Ljósanótt
Þetta unga fólkið skemmti sér vel á síðustu Ljósanótt. VF/JPK
Fimmtudagur 5. september 2024 kl. 06:04

Með ljós í hjarta á Ljósanótt

Framundan er Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíðin okkar í Reykjanesbæ. Hátíðin þar sem við komum saman eftir ævintýri sumarsins og stillum saman strengi inn í haustið. Þar verða fagnaðarfundir þar sem vinir hittast, fjölskyldur koma saman, brottfluttir snúa heim, gestir koma í bæinn og við gleymum okkur um stund í veislu af viðburðum og skemmtun. Þannig er Ljósanóttin okkar og þannig viljum við hafa hana.

„Í ljósi þeirra staðreynda að aukinn vopnaburður barna og ungmenna virðist bláköld staðreynd, með skelfilegum afleiðingum, biðlum við til foreldra og forráðamanna að taka samtalið við börn sín og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja vopnaburði. Við hvetjum foreldra auk þess til að huga vel að börnum sínum á Ljósanótt og njóta hátíðarinnar með þeim og í nánum samskiptum við þau. Síðast en ekki síst beinum við þeim tilmælum til foreldra að tryggja að ungmenni verði ekki eftirlitslaus á hátíðarsvæðinu eftir kl. 22:00 þegar útivistarreglur taka gildi og að fjölskyldan öll fari saman heim eftir að dagskrá lýkur kl. 23:00 á laugardegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Ljósanótt verður aukinn viðbúnaður lögreglu, barnaverndar og hjá Flotanum - flakkandi félagsmiðstöð. Starfrækt verður athvarf fyrir ungmenni og vel verður fylgst með unglingadrykkju og brugðist við henni.

Tökum höndum saman um að skemmta okkur fallega á Ljósanótt,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Ljósanætur.