Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Með kaffiboð í Garði
SI raflagnir hafa komið sér fyrir í LÍBA-húsinu við innkomuna í Garðinn. Mynd af vef ja.is.
Fimmtudagur 28. ágúst 2014 kl. 14:19

Með kaffiboð í Garði

Garðbúum er boðið í kaffi og opið hús á morgun, föstudag, í nýrri starfsstöð SI raflagna í Garði en fyrirtækið hefur flutt starfsemi sína í Garði í nýtt húsnæði að Iðngörðum 21 eftir að hafa verið í samtals 33 ár að Heiðartúni 4.

Eigendur SI raflagna hafa verið síðustu daga að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu sem er skráð til heimilis að Iðngörðum 21. Það heimilisfang kann þó að rugla fólk þar sem Iðngarðar eru ófrágengin gata og flestir Garðmenn kannast örugglega við húsið sem LÍBA-húsið en það má sjá á myndinni hér að ofan.

Kaffiboðið stendur yfir föstudaginn 29. ágúst frá kl. 13-16 og er opið fyrir gesti og gangandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024