Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Matthildur hefur störf í Lífsorkunni
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 16:26

Matthildur hefur störf í Lífsorkunni

Jógakennarinn Matthildur Gunnarsdóttir hefur störf í Lífsorkunni, Iðavöllum 3b, í Reykjanesbæ næstkomandi fimmtudag, 5. september.

Matthildur hefur mikla reynslu af kennslu bæði hér á Suðurnesjum sem og á Höfuðborgarsvæðinu, en hún var síðast með tíma í Púlsinum í Sandgerði. Matthildur notast mikið við Kripalu Jóga í tímum sínum, en hefur þó þróað það áfram eftir eigin hugmyndum. Einnig er hún með tíma í meðgöngujóga.

  „Ég sæki ýmsa þætti úr öðrum áttum en mitt afbrigði er mun kraftmeira og með höfuðáherslu á öndun. Annars fara tímarnir eftir þeim sem eru hjá mér í hvert skiptið, þannig að það er farið á þeim hraða sem hentar hverjum. Ég lít á það sem mitt hlutverk að beina fólki í rétta átt til það geti hjálpað sér sjálft. Það er einmitt það sem jóga snýst um, að finna tengingu milli huga og líkama og þá er öndunin einmitt lykilatriði.“

Margir á Suðurnesjum hafa komið til Matthildar áður og eru boðnir velkomnir sem og þeir sem hafa ekki komið áður en hafa áhuga á að prófa. Hægt er að fá frekari upplýsingar um námskeiðið í síma 863 0183 eftir kl. 18 á daginn.

Vf-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024