Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 6. ágúst 1999 kl. 10:54

MATARHORNIÐ

Allir þurfa að borða á hverjum degi, en mismikið eftir aldri og kyni. Manneldisráð Íslands ráðleggur okkur að fá 50-60% orkunnar úr kolvetnum, a.m.k 10%úr próteinum og 25-35% úr fitu en niðurstöður könnunar á mataræði Íslendinga árið 1990 sýndu að við fáum 41% úr kolvetnum, 18% úr próteinum og 41% úr fitu sem er alls ekki nógu gott. Sífellt fleiri einstaklingar leggja stund á líkamsrækt eða einhverja hreyfingu og þeir vilja að sjálfsögðu fá að sjá árangur af erfiði sínu. Það er ekki nóg að hreyfa sig og gleyma að hugsa um mataræðið. Við þurfum að borða reglulega og borða hollan mat. Ef þið hafið áhuga á að vita hvaða orku þið fáið úr matnum ykkar get ég veitt ykkur næringarráðgjöf og sýnt ykkur í prósentuhlutföllum alla orkuflokkana, öll vítamín og steinefni sem þið fáið úr fæðunni sem þið neytið? Anna Sigríður Jóhannesdóttir matreiðslumaður og þolfimileiðbeinandi Sími 421-3382 Sumarsalat með grilluðu grænmeti: Iceberg eða annað gott kál gúrka rauðlaukur Fetaostur í kryddlegi sólþurrkaðir tómatar í kryddlegi eggaldin kúrbítur Grænmetið er skorið smátt nema eggaldin og kúrbítur sem skorið er í frekar þykkar sneiðar, velt upp úr sósunni og grillaðar. Salatið er gott eitt og sér með Balsamic sósu og kaldri kotasælu en einnig tilvalið með grilluðum fiski eða kjöti. Balsamic-ediksalatsósa: 4. msk vatn 2 1/2 dl. balsamic-edik 2 msk Dijon sinnep 4 msk hvítlauksrif (saxað) Blandið öllu vel saman og hristið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024