Fimmtudagur 13. desember 2012 kl. 13:57
				  
				Marta les úr Mei mí beibísitt? í Grindavík og Ásbrú
				
				
				
	Marta Eiríksdóttir rithöfundur les í dag úr bók sinni Mei mí beibísitt? í versluninni Gjafir og konfekt í Grindavík kl. 16:00. Þá verður Marta gestur Virkjunar á Ásbrú í kvöld. Þar mun hún einnig lesa úr bókinni sem inniheldur æskuminningar úr bítlabænum Keflavík. Dagskráin í Virkjun hefst kl. 20.