Marta Eiríksdóttir með nýja bók
Eftir fimm ára hlé kemur út ástarsaga eftir Mörtu Eiríksdóttur kennara og fyrrverandi blaðakonu á Víkurfréttum. Bókin Mojfríður einkaspæjari kom út árið 2018 en árið 2012 gaf Marta út sínar fyrstu tvær bækur, eina á ensku og aðra á íslensku, Mei mí beibýsitt? - Æskuminningar úr bítlabænum Keflavík. Þessar bækur eru allar ófáanlegar í dag en hægt er að nálgast þær á bókasöfnum landsins.
Velkomin í útgáfuhóf!
Föstudaginn 5.maí klukkan 16:30 býður Marta upp á útgáfuhóf í versluninni Penninn / Eymundsson í Krossmóa Njarðvík. Þar mun höfundur lesa upp úr nýju bókinni sem verður á sérstökum kynningarafslætti þennan dag í versluninni. Útgáfuhófið er opið öllum sem vilja koma en því lýkur klukkan 18:00.