Markaðstorg í Samkomuhúsinu í Sandgerði
Knattspyrnudeild Reynis mun halda markaðstorg í Samkomuhúsinu í Sandgerði laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. desember. Áhugasamir geta leigt bás og kostar einn dagur 3.000 krónur en 5.000 krónur fyrir báða dagana. Opið verður frá kl 11:00 til 18:00 báða dagana. Nú er tilvalið að hreinsa út úr fataskápnum, geymslunni eða bílskúrnum og koma hlutum í verð í leiðinni. Sannkölluð jólastemmning mun ríkja alla helgina!! Markaðstorgið verður vel auglýst á öllum Suðurnesjum og má búast við miklum fjölda gesta þessa fyrstu helgi jólamánaðarins. Áhugasamir hafi samband við Guðmund Skúlason í síma 899-9580 eða sendið honum tölvupóst á [email protected]