Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Marína Ósk kvartett heldur tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar á fimmtudag
Mynd af kvartett: Rebecca Santo
Miðvikudagur 17. ágúst 2022 kl. 10:31

Marína Ósk kvartett heldur tónleika hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar á fimmtudag

Suðurnesjamærin Marína Ósk er djasssöngkona af hlýjustu gerð og hefur síðustu ár fest sig rækilega í sessi sem ein af leiðandi djasssöngkonum landsins. Önnur sólóplata hennar, One Evening in July, kemur út í ágúst 2022 hjá sænska plötufyrirtækinu TengTones en fyrsta plata hennar, Athvarf (2019), hlaut lof gagnrýnenda og tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2020.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún kynnir nú með einlægu stolti sænsk/íslenskan kvartett sinn, Marína Ósk Kvartett, fyrir landi og þjóð en auk Marínu Óskar koma fram rafgítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson, sem er flestum djassunnandanum vel kunnur og margverðlaunuðu sænsku Uppsala-bræðurnir, þeir Johan Tengholm á kontrabassa og Erik Tengholm á trompet, sem kíkja í heimsókn frá Stokkhólmi.

Kvartettinn mun leika sín nokkur af sínum uppáhaldsdjasslögum í eigin útsetningum auk þess að telja í lög af plötunni – og hver veit nema eitthvað óútgefið og nýtt fái að hljóma. Kvartettinn er trommulaus sem skapar afslappaða og heimilislega stemmningu í blússandi stíl við tónlistina, sem flutt er bæði á íslensku og ensku. Styrkleikar þessa spennandi kvartetts liggja í sameiginlegri ástríðu þeirra fyrir tungumáli gömlu djasstónlistarinnar og einlægri spilagleði.

Tónleikarnir verða haldnir í Bókasafni Suðurnesjabæjar í Sandgerði fimmtudaginn 18. ágúst og hefjast klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis.


Jazzfjelagið er styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja, Menningarsjóði Suðurnesjabæjar, Félagi íslenskra hljómlistarmanna og Samkaup.