Margt á döfinni hjá Sálarrannsóknarfélaginu
Það er alltaf nóg um að vera hjá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja, en miðlarnir Skúli Lórenzson og Guðrún Hjörleifsdóttir verða hjá félaginu á næstunni. Skúli verður þann 16. maí og Guðrún þann 18.
Þá eru þau Þórhallur Guðmundsson, Lára Halla Snæfells og Þórunn Maggý Guðmundsdóttir væntanleg fljótlega, en þeir sem hafa áhuga á einkafundi eru beðin um að hafa samband og láta skrá sig í síma 421-3348.
Ætlunin er að hafa opið hús í maí en þar verður ýmislegt í boði, svo sem létt hugleiðsla, spáð í bolla og spil, heilun og fleira.
Selt verður kaffi en aðgangur er ókeypis.




