Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Mannlíf

Margrét S. Sigurðardóttir Grindvíkingur ársins
Margrét S. Sigurðardóttir er fyrrum forstöðukona bókasafns Grunnskóla Grindavíkur. Mynd af grindavik.is
Mánudagur 9. janúar 2017 kl. 10:11

Margrét S. Sigurðardóttir Grindvíkingur ársins

Margrét S. Sigurðardóttir var á dögunum valin Grindvíkingur ársins. Hún er fyrrum forstöðukona bókasafns Grunnskóla Grindavíkur og er nú sjálfboðaliði við skólann. Á vef Grindavíkurbæjar segir að undanfarin ár hafi Margrét verið óþreytandi í sjálfboðaliðastarfi við skólann þar sem hún aðstoðar nemendur við lestur og heimanám, bæði á skólatíma og eftir að honum lýkur, þegar þannig stendur á.

Á vef bæjarfélagsins segir jafnframt að þó að Margrét sé sjálfboðaliði við skólann gæti margir haldið að hún væri ennþá meðal starfsmanna þar, þar sem hún sé á svæðinu flesta daga. Á hverju hausti sest hún niður með deildarstjóra og setur saman stundatöflu fyrir sig og mætir svo í skólann og aðstoðar nemendur fyrst og fremst við lestur. Þar segir einnig að Margrét sé alltaf boðin og búin að taka þátt í ýmsum tilfallandi verkefnum við skólann og að framlag hennar til skólamála í Grindavík sé í raun ómetanlegt.

Dubliner
Dubliner