Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margrét Dagmar sigraði smásögukeppni FEKÍ
Miðvikudagur 6. apríl 2011 kl. 13:29

Margrét Dagmar sigraði smásögukeppni FEKÍ

Margrét Dagmar Loftsdóttir, nemandi í 9. bekk við Myllubakkaskóla, sigraði smásögukeppni sem haldin var á landsvísu af FEKÍ, Félags enskukennara á Íslandi ásamt sendiráðum Kanada og Indlands. Nemendur úr 8., 9. og 10. bekk í skólum um allt land tóku þátt í þessari keppni en nemendur áttu að skrifa smásögu á ensku sem á einhvern hátt fjallaði um Kanada eða Indland.

Sendiherra Kanada, Alan Bones og Jón Ingi Hannesson, formaður FEKÍ, heimsóttu skólann í dag til að veita verðlaunin. Sendiherrann afhenti Margréti verðlaunin á sal skólans og jafnframt færði Jón Ingi skólanum stóra ensk-enska orðabók frá FEKÍ. Nemendum gafst svo kostur á að spyrja sendiherrann um ýmislegt sem laut a ðstarfi hans, Kanada og mynd hans af Íslandi.

Gestirnir skoðuðu skólann og hafði sendiherrann orð á því hvað honum fannst nemendur sérlega áhugasamir og prúðir í kennslustundum.

Mynd f.v.: Guðrún Snorradóttir skólastjóri Myllubakkaskóla, Jón Ingi Hannesson formaður FEKÍ, Hildur Ellertsdóttir enskukennari í Myllubakkaskóla, Alan Bones sendiherra Kanada og Margrét Dagmar Loftsdóttir sigurvegari keppninnar.

Smásaga Margrétar - The Quiet Lake

For a moment all was peaceful. It was as if time stood still. And yet, far above the quiet lake soared an eagle, circling the water endlessly without rest.

But then suddenly out of the water a shimmering silver salmon leaped up carrying behind it a trail of drops reflecting the strong sunlight. Only a moment after it first made its brave leap into the upper world the eagle rushed down, readying its sharp claws.

Suddenly, for that one moment it seemed like lake Ainslie was filled with life. The eagle’s strong wings lifted it up as it headed for its nest, where it’s fledglings were waiting for their meal.

After the eagle’s departure only a minute passed before the fair Canadian lake had returned to it’s previous lifeless state.

Margrét Dagmar Loftsdóttir
9. FK, Myllubakkaskóla


VF-Myndir: Siggi Jóns
- [email protected]



Nemendur höfðu einstaklega gaman af því að spurja sendiherran út í hitt og þetta og auðvitað var spurt hvort sendiherrann hefði hitt hinn fræga unga söngvara Justin Bieber.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024