Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margmenni í árgangagöngunni - Myndir
Mánudagur 7. september 2009 kl. 14:28

Margmenni í árgangagöngunni - Myndir


Afar góð þátttaka var í árganga-göngunni svokölluðu á Ljósanótt. Þessi liður var fyrst á dagskrá Ljósanætur 2006, sló þá rækilega í gegn og festi sig strax í sessi. Bæjarbúar á öllum aldri hittast á Hafnargötunni við þau húsnúmer sem eiga við hvern árgang. Verða oft miklir fagnaðarfundir og faðmlög við þetta tækifæri þegar gamlir vinir og skólasystkin hittast í fyrsta skipti í áraraðir. Síðan er gengið niður á hátíðarsvæðið undir lúðraþyt og trommuslætti. Í sumum árgöngum hefur skapast góð stemmning fyrir göngunni, eins og sjá mátti á derhúfum og fánaveifum.

Svipmyndir frá göngunni eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vf.is, sjá hér.

Myndband frá göngunni er í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.


---

VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024