Margir vildu leggja af stað í átt að draumalífinu
Þeir voru margir sem vildu leggja af stað í átt að draumalífinu í Eldey frumkvöðlasetri í hádeginu á þriðjudag en þar hlýddu yfir 80 gestir á Suðurnesjamanninn geðþekka Matta Ósvald Stefánsson en fyrirlestur hans nefndist Af stað í átt að draumalífinu. Matti starfar sem heildrænn heilsuráðgjafi og markþjálfi og fengu gestir m.a. með sér heimaverkefni að loknu erindinu til að fylgja sínum markmiðum eftir.
Fyrirlesturinn er liður í Opnu hádegi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Kadeco og Keilis.
Þann 22. apríl verður fyrirlestur á vegum Reykjanes jarðvangs um hjólaleiðir frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Reykjavíkur og þá mun Markaðsstofa Reykjaness kynna útflutningsþjónustu Íslandsstofu í apríl. Fylgist með á heklan.is og í samfélagsmiðlum.