Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Margföldunartröppur í skólum á Suðurnesjum
Laugardagur 29. ágúst 2015 kl. 09:00

Margföldunartröppur í skólum á Suðurnesjum

Svokallaðar margföldunartröppur eru að verða vinsælar og er okkur kunnugt um að þær séu a.m.k. í þremur skólum á Suðurnesjum.

Stigar í Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut, Njarðvíkurskóla og Stóru-Vogaskóla hafa verið skreyttir með margföldunartöflunni sem auðveldar ungum námsmönnum sem eiga leið um tröppurnar að leggja margföldunartöfluna á minnið.

Efsta myndin er úr Grunnskóla Grindavíkur og er af vef skólans. Myndirnar úr Stóru-Vogaskóla og Njarðvíkurskóla eru frá traustum lesendum vf.is.



Þessi er í Stóru-Vogaskóla.



Margföldunartafla í Njarðvíkurskóla.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024