Már og Ísold í 8-liða úrslitum jólalagakeppni Rásar 2
Systkinin Ísold og Már Gunnarsson eru í 8 laga úrslitum jólalagakeppni Rásar 2 en kosnig fer fram á vef ruv.is. Kosningu lýkur fimmutdagsmorguninn 12. Desember kl. 9.
Lag systkinanna heitir Jólaósk. Lagið samdi Már og textinn er eftir Ísold. Smellið hér til að kjósa og hlusta á lagið.
Már samdi annað lag sem hann flutti í lagakeppni í Póllandi sem haldið er af Lions hreyfingunni en það heitir Christmas comes with you. Í þeirri lagakeppni lenti lagið í 3. sæti en Már var valinn besti flytjandinn af áhorfendum og efnilegasti tónlistarmaðurinn af blaðamönnum. Lionshreyfingin á Suðurnesjum styrkti Má til ferðarinnar en þar vakti Suðurnesjamaðurinn mikla athygli.
Lag Más, Christmas comes with you hefur þegar vakið athygli þó það sé ekki formlega komið út og hafa tónlistarmenn úti i heimi óskað eftir því að fá að flytja lagið á tónleikum, m.a. í Írlandi.
Hér má sjá Má flytja lagið á Christmas comes with you.