Már með „Falling for you“
Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson er að senda frá mér nýtt lag í dag, föstudaginn 12. maí.
Síðastliðna níu mánuði hefur Már búið í Englandi þar sem hann er að stunda nám við enskan tónlistarháskóla.
„Það hefur verið áskorun fyrir okkur leiðsöguhundinn Max að læra inn á nýjar aðstæður og bjarga okkur úti í þessum stóra heimi, en fjölmörg tækifæri hafa gefist og ég er spenntur að sjá hvað koma skal,“ segir Már í samtali við Víkurfréttir.
„Nú þegar er ég farinn að koma fram á ýmsum viðburðum í London næsta nágrenni, unnið tónlist með frábæru tónlistafólki í Metropolis Studios og síðast en ekki síðst unnið að minni eigin tónlist ásamt pródúsent í Liverpool“.
Lagið „Falling for you“ er fyrsta lagið af nokkrum sem Már tekur upp í Liverpool í samstarfi við Dan Scholes, pródúsent.
„Textahöfundur lagsins er góðvinur minn í Lúxemburg, Tómas Eyjólfsson. Höfundur lagsins er ég sjálfur og meðhöfundur Guðjón Steinn Skúlason. Lagið heitir „Falling for you” og er ballaða sem tengir saman gamalt og nýtt með fallegri laglínu og nútíma útsetningu,“ segir Már Gunnarsson að endingu. Hlusta má á lagið í spilaranum hér að neðan.