Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mannlífið blómstrar á Vallarheiði
Fimmtudagur 12. febrúar 2009 kl. 12:11

Mannlífið blómstrar á Vallarheiði

Mannlífið blómstrar á Vallarheiði í Reykjanesbæ þessar vikurnar. Skólahús eru þéttsetin, íþróttahúsið á Vallarheiði er vel sótt og það sama má segja um margt annað í þessari fyrrum herstöð. Ýmis tómstundastarfsemi er rekin á Vallarheiði við miklar vinsældir og þá hefur Virkjun mannauðs á Reykjanesi fengið inni í um 1600 fermetra húsnæði á Vellinum þar sem er að verða til fjölbreytt starfsemi.

Þá eru bæjarbúar duglegir að sækja staði eins og Langbest og þar oft þétt setinn bekkurinn á hádegis- og kvöldmatartímum.
Félagsmiðstöðin Fjörheimar er líka ríkur þáttur í mannlífinu á Vallarheiði og þar var í gær haldið diskótek fyrir börn í 2-3 bekk Háaleitisskóla á Vallarheiði. Börnum úr Njarðvíkurskóla var einnig boðið á skemmtunina, enda hafa börnin í Háaleitisskóla sótt skemmtanir í Njarðvíkurskóla. Fjörheimar eru örugglega ein glæsilegasta félagsmiðstöð landsins og vel tæjum búin, auk þess sem húsakostur er nógur.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Fjörheimaballinu í gær.





Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024