Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Man kennitölur og símanúmer viðskiptavina
Hulda Klara Ormsdóttir lyfsali.
Laugardagur 19. júlí 2014 kl. 11:00

Man kennitölur og símanúmer viðskiptavina

Nýr lyfsöluleyfishafi hjá Lyfju í Reykjanesbæ

„Manni þykir vænt um viðskiptavinina og er jafnvel farin að muna kennitölur og símanúmer þeirra. Svo hringir maður eins og að maður sé að hringja í mömmu eða ömmu,“ segir Suðurnesjamærin Hulda Klara Ormsdóttir, sem tók nýverið við starfi lyfsöluleyfishafa Lyfju við Krossmóa. Hulda Klara á um þessar mundir 10 ára útskriftarafmæli sem lyfjafræðingur og hefur starfað í útibúi Lyfju undanfarin ellefu ár.

Gætu sparað sér fyrirhöfn
Hjá Lyfju, eins og hjá öðrum lyfsölum, er alltaf hægt að hitta lyfjafræðing en það bjóða ekki öll apótek upp á viðtalsaðstöðu í lokuðu rými eins og hjá Lyfju Reykjanesbæ. „Fólk er kannski að koma til að ræða viðkvæm málefni eða hvað sem er og á það til að opna sig með heilsu og annað eftir að hafa komið í afgreiðsluna. Við erum hluti af heilbrigðiskerfinu og það er gott að fólk getur leitað til okkar. Við reynum að ráðleggja því og vísum til læknis ef svo ber undir. En oft er um að ræða eitthvað sem hægt er að leysa á staðnum,“ segir Hulda Klara en tekur þó fram að lyfjafræðingar sjái ekki um að sjúkdómsgreina neinn. „Þó eru margir sem leita til læknis sem gætu komið til okkar og sparað sér fyrirhöfn. Oft er erfitt að fá tíma hjá lækni. Við erum í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnunina hér á Suðurnesjum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þó eru margir sem leita til læknis sem gætu komið til okkar og sparað sér fyrirhöfn“

Persónuleg þjónusta heimafólks
Alls starfa átta til tíu manns hjá Lyfju Reykjanesbæ, með útkalls- og afleysingafólki; tveir lyfjafræðingar, einn aðstoðarlyfjafræðingur, einn sjúkraliði og einn umsjónarmaður. Lyfja Reykjanesbæ hefur þá sérstöðu að heimafólk starfar þar. „Við veitum persónulega og góða þjónustu og reynum að gera það allra besta fyrir viðskiptavinina. Ég er einnig mjög ánægð með að það skuli vera heimafólk hér. Hef unnið með nokkrum lyfsölum og það er alltaf smá munur á því hvort um var að ræða heimafólk. Við þekkjum meira fólkið og þjónustan verður persónulegri.  Mér líður rosalega vel hér og gæti ekki hugsað mér að fara neitt annað,“ segir Hulda Klara.