Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Málverkasýningu Helgu að ljúka
Þriðjudagur 22. júní 2010 kl. 16:44

Málverkasýningu Helgu að ljúka


Nú eru síðustu forvöð að sjá sýningu Helgu Kristjánsdóttur, sem staðið hefur frá í Saltfisksetrinu í Grindavík síðustu vikurnar. Sýningunni lýkur helgina 26.- 27. Júní.

Á sýningunni eru 25 myndir sem Helga hefur unnið að síðastaliðið ár en nokkurra áhrifa gætir af eldgosum í verkum hennar að þessu sinni. Helga sem hefur vakið athygli fyrir verk sín undanfarin misseri. Þá er hún dugleg að bæta við sig þekkingu og standa fyrir námskeiðum þar sem hún hefur fengið erlenda listmálara til þess að koma til Grindavíkur og miðla þekkingu sinni í listastofu hennar að Vörðusundi 1 þar sem hún tekur ávallt á móti gestum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024