Málverkasýning í Saltfisksetrinu í Grindavík
Um helgina verður opið fyrir alla í Saltfisksetur Íslands í Grindavík á efri hæð. Við höfum sett upp glæsilega sýningu á málverkum frá Einari Guðberg. Það er stutt síðan Einar hóf að mála en hann tók fyrst upp pensil árið 1997. Einar Guðberg verður á staðnum, laugardaginn 22.mars frá klukkan 16.00 til 18.00 og geta gestir rætt við listamanninn um verkin hans og kynnst honum.Einar Guðberg var valinn listamaður mars mánaðar í Reykjanesbæ og er þetta hans önnur einkasýning í Saltfisksetri Íslands í Grindavík.
Á Saltfisksetrinu er alltaf heitt á könnunni og eru allir velkomnir.
Á Saltfisksetrinu er alltaf heitt á könnunni og eru allir velkomnir.