Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:25

MÁLVERKASÝNING EINARS LÁRUSSONAR Í ELDBORG

Um þessar mundir sýnir Einar Lárusson myndlistarmaður verk sín í Elborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja Svartsengi við Grindarvíkurveg. Einar er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Noregi, í Gallerý Lena í Alesund og Alesund Museum 1979. Hann hélt einkasýningu í Gallerý 32 í Reykjavík 1981 og í Bæjarstjórnarsalnum í Grindavík 1994. Einar vinnur með tússi, brúnkrít og akríllitum. Verk eftir Einar eru í eigu fjölda fyrirtækja og einstaklinga hérlendis og erlendis. Sýningin verður opin á virkum dögum frá kl. 13-16 en síðasti sýningardagur er á laugardaginn og þá verður opið frá kl 14-19.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024