Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:18

MÁLVERKASÝNING Á KAFFI 17

Njarðvíkingurinn Ingi Örn Hafsteinsson sýnir sín fyrstu olíumálverk á Kaffi 17 þessa dagana. Um er að ræða þrjú olíumálverk að stíl impressionisma en að auki eru á sýningunni níu blekteikningar sem allar eru fígúrútífar. Sýningin hófst þann fimmtánda síðasta mánaðar og stendur yfir til 15. júlí. Opnunartími er frá kl. 11-18 mánudag-fimmtudags, milli kl. 11-19 á föstudögum og milli kl. 11-16 á laugardögum. Öll verkin eru til sölu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024