Málefni fjölskyldunnar í Fjölskyldusetrinu
Barnagæsla og andlitsmálun á staðnum.
Dagur um málefni fjölskyldunnar verður næstkomandi laugardag, 7.mars, í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ.
Dagskráin, sem hefst kl. 11, hefst á því að Anna Hulda Einarsdóttir kynnir setrið. Þá tekur við ávarp bæjarstjórans, Kjartans Más Kjartanssonar. Síðan mun Unnar S. Sigurðsson vera með erindið Fjölskyldan og fyrirtæki verða ekki skilin að og Elfa Hrund Guttormsdóttir, formaður félagsmálaráðs, veitir viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja og stofnana. Að því loknu verða tónlistaratriði. Kaffi og meðlæti verða í boði.
Dagskráin er öllum opin og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að taka börnin með. Barnagæsla verður á staðnum, andlitsmálun og fleira.
Í tilefni dagsins verður frítt fyrir alla í Duushús, tveir fyrir einn í Víkingaheima og Rokksafnið og frítt fyrir börn. Fjörheimar/88 húsið er öllum opið frá kl. 13:00-17:00 og Ungmennagarðurinn verður opinn frá kl. 10:00-22:00.