Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Málað upp í loft undir stólum
Miðvikudagur 2. nóvember 2016 kl. 05:51

Málað upp í loft undir stólum

Það er alltaf gaman í myndmenntatímum hjá Halldóru Guðbjörgu Sigtryggsdóttur við Grunnskóla Grindavíkur, segir á vef skólans. „Hún er ansi dugleg að finna skrýtnar og skemmtilegar aðferðir til að fá börnin til að upplifa list á margvíslegan hátt. Um daginn var hún að kenna börnum í fyrsta bekk og notaði teiknimyndapersónurnar Skjaldbökurnar sem tenging við nokkra af helstu listamönnum heims, enda þekkja nemendur nöfnin og persónurnar vel.

Fjallað var um þá Leonardo, Michaelangelo, Donnatello og Rafael og hvað þeir voru frægir fyrir. Hún sagði þeim m.a. frá því að málararnir hafi oft málað lofthvelfingar í kirkjum. Þetta fannst þeim mjög merkilegt og fengu að prufa þessa aðferð. Teikningar af málverkum frægustu meistarana voru því prentaðar út og límdar undir borð og stóla, börnin lögðust undir og lituðu myndirnar. Þetta vakti mikla lukku“.

Nánari umfjöllun um þetta skemmtilega verkefni má sjá á vef Grunnskóla Grindavíkur þar sem jafnframt er að finna fleiri myndir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024