Makkarónur og rósavín á Bleika deginum í Fríhöfninni
Fríhöfnin fer óhefðbundnar leiðir til að vekja athygli á Bleika deginum sl. föstudag. Starfsmenn Fríhafnarinnar klæðast bleiku eða bera eitthvað bleikt í tilefni dagsins og bjóða viðskiptavinum góðgæti.
„Starfsfólk Fríhafnarinnar er alltaf tilbúið til að bregða á leik,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.
Bleiki dagurinn, sem haldinn var sl. föstudag, setti svip sinn á starfsemi Fríhafnarinnar nú eins og undanfarin ár. Forsvarsmenn fyrirtækisins ákváðu að stíga að þessu sinni skrefinu lengra en áður til að sýna í stuðning við árvekniátak Bleiku slaufunnar og baráttuna gegn krabbameini í konum en bleiki liturinn er einkennislitur októbermánaðar, eins og kunnugt er.
Þess vegna klæddust starfsmenn Fríhafnarinnar bleiku eða báru eitthvað bleikt í tilefni dagsins. Starfsfólk verslunarinnar fékk liðsauka frá Ástu Dís Óladóttur, framkvæmdastjóra og fleira starfsfólki af skrifstofunni sem tók þátt í því að spjalla við viðskiptavini og bjóða þeim góðgæti sem er ætlað að minna á boðskap dagsins. Þar er annars vegar um að ræða bleikar makkarónukökur frá Valgeirsbakaríi í Ytri-Njarðvík og hins vegar, fyrir þá sem vilja, spænskt rósavín frá Bobal Shiraz úr flösku sem prýdd er listaverkinu Positive eftir hljómsveitina ColdPlay.
„Starfsfólk Fríhafnarinnar er alltaf tilbúið að bregða á leik, ekki síst þegar hægt er að veita góðu málefni stuðning og lífga upp á daginn fyrir bæði starfsfólkið og viðskiptavini. Fríhöfnin heldur stundum þemadaga eins og í dag þegar tilefni er til. Sem dæmi má nefna að síðasta öskudag var allt starfsfólkið í öskudagsbúningum,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.
Um Whatever It Takes Coldplay: Whatever It Takes Coldplay Bobal Shiraz rósavínið er hluti af vörulínu sem framleidd er á vegum alþjóðlegu góðgerðarsamtakanna Whatever it takes en þau styðja ýmis málefni í þróunarlöndunum. Flöskurnar fást í Fríhöfninni og þykja afar hentugar þegar fólk vill gefa öðruvísi gjafir og styrkja um leið gott málefni. Stór hluti af ágóða hverrar flösku rennur til Whatever it takes samtakanna. Vínið er með ríkulegu ávaxtabragði með hæfilegum súrleika og þykir gott með hrísgrjónaréttum, pylsum, pasta og hvítu kjöti og einnig sem fordrykkur.
Fríhöfnin hefur tekið þátt í sölu á Bleiku slaufunni undanfarin ár og þetta ár er engin undantekning á því, svo það er upplagt að næla sér í eina í leiðinni út fyrir landssteinana.