Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 2. nóvember 2001 kl. 13:52

Magni vann Hljóðnemann

Hljóðneminn, söngvakeppni FS fór fram á fimmtudagskvöldið. Fjölmargar stjörnur stigu á svið og leyfðu nemendum Fjölbrautaskólans að njóta hæfileika sinna. Það var troðfullt í Stapanum en að lokinni keppninni var slegið upp balli þar sem Hljómar léku á alls oddi.

Mynd: Kynnar kvöldsins, Unnur og Sigga.Að sögn Ellerts Hllöðverssonar formanns NFS fór ballið mjög friðsamlega fram og greinilegt að Hljómar hafa engu gleymt og eru vel færir um að trylla lýðinn nú sem áður. Magni Freyr Guðmundsson var bestur að mati dómnefndar en hann söng lag með hljómsveitinni System of a Down. í öðru sæti var Berta Dröfn Ómarsdóttir með lag frá Celine Dion og í því þriðja blúsarinn Linda Guðmundsdóttir, systir Magna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024