Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Magni og Gæsluþyrlan tókust á
Mánudagur 16. ágúst 2010 kl. 09:07

Magni og Gæsluþyrlan tókust á


Af myndinni hér að ofan að dæma mætti ætla að þyrla Landhelgisgæslunnar væri að lenda á þessu húsþaki í Vogum en ekki er allt sem sýnist. Hér blekkir sjónarhornið augað en þyrlan var að lenda á túninu hinum megin við húsið.

TF-Líf heilsaði upp á hátíðargesti í Vogum á laugardaginn á Fjölskyldudeginum, bæjarhátíð þeirra Vogamanna. Tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson var á sviðinu þegar þyrlan birtist í lágflugi yfir hátíðarsvæðinu og var nokkuð skondið að fylgjast með keppni þeirra um  athygli hátíðargesta. Vildi Magni meina að Gæslan ætti óuppgerðar sakir við hann og þess vegna kæmu þeir alltaf á þyrlunni þegar hann væri að spila.
Allt var þetta í góðu, Magni kláraði sitt prógramm og þyrlan lenti á túninu þar sem hún og áhöfn hennar fengu óskipta athygli hátíðargesta.

Við birtum svipmyndir frá Fjölskyldudeginum á ljósmyndavef Víkurfrétta síðar í dag.

VFmyndir/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024