Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Maggi Eiríks og KK á tónleikum í Stapa
Þriðjudagur 7. október 2003 kl. 10:02

Maggi Eiríks og KK á tónleikum í Stapa

Tónlistarmennirnir Magnús Eiríksson og KK verða með tónleika í Stapanum í Njarðvík nk. föstudagskvöld, 10. október. Tónleikarnir byrja upp úr kl. 21 en miðasalan opnar í Stapa kl. 20:30. Hér leiða saman hesta sína, einir ástsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar.  Magnús Eiríksson og KK slá upp í tónleikaferðalag um landið í september.  Tilefnið er nýútkominn geisladiskur þeirra "22 ferðalög" sem hefur selst í um 12.000 þús eintökum fram til þessa og stefnir í sölumet ef ferðalagið heldur svona áfram.  Ferðalagið hófst í byrjun september. í Þórsmörk og stendur fram í október þar sem komið er aftur "inn á mölina".  Með í för verður kvikmyndatökulið sem stendur að heimildamyndatöku um ferðina. 

Stefnt er að því að frumsýna afrakstur þáttagerðar við þetta ferðalag í haust og verður án efa áhugavert að sjá hvað drífur á daga Magga og KK.  Á disknum eru vel valin íslensk dægurlag sem öll eiga það sameiginlegt að vera í uppáhaldi hjá íslendingum við samkomur og ferðalög.  Það skemmtilega er við diskinn er að inni í umslaginu má finna texta sem og gítargrip við lögin, þannig hægt er að grípa í gítarinn og taka undir hvenær sem er.  Lög eins og "Ó Jósep, Jósep", "Kötukvæði" og "Viltu með mér vaka" liggja vel í höndum meistaranna og er alveg sérstök upplifun að heyra lögin flutt í þeirra útgáfu.Þeir félagar leituðu álits hjá Jónatan Garðarssyni á ríkisútvarpinu um lagaval þar sem tekið var mið af lagaspilun á ríkisútvarpinu í gegnum árin en beittu eigin innsæi og þekkingu sem gefist hefur af áralöngum ferli við ákvörðun. Þetta er fjórða platan sem vinirnir gera saman og er það gagnkvæm virðing og sterkur vinskapur sem gerir þetta samstarf svo skemmtilegt og einlægt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024