Mæðradagsganga Göngum saman
– sunnudaginn 11. maí kl. 11 í Reykjanesbæ
Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 11. maí kl. 11.00. Í Reykjanesbæ verður gengið frá íþróttahúsinu við Sunnubraut og verða tvær vegalengdir í boði, rúmir 2 km og rúmir 5 km. Þetta er í þriðja skipti sem þessi ganga fer fram í Reykjanesbæ og hvetjum við ALLA til að mæta.
Gangan er gjaldfrjáls en göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á vörum sem hafa verið hannaðar fyrir Göngum saman og má nefna Mundaboli, buff ofl. Forsala á vörum verður í Nettó föstudaginn 9. maí frá kl. 15.00 - 18.00.
Þá verða til sölu kaffi, brjóstabollur og annar varningur að göngu lokinni og andvirði þeirra sölu rennur óskert til Göngum sama.
Undirbúningshópur Göngum saman á Suðurnesjum