Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 22. desember 1999 kl. 20:09

MAÐUR VIKUNNAR

Nafn: Guðrún Hákonardóttir Fædd hvar og hvenær: 26. maí 1958 í Reykjavík og Laula í Áhaldaleigunni tók á móti mér Stjörnumerki: Tvíburi Atvinna: Kaupmaður í Stapafelli Laun: Upp og niður Maki: Stefán Jónsson Börn: Rakel 14 ára og Hákon 8 ára Bifreið: Opel Astra Besti bíll: Toyotan sem ég var að selja Versti bíll: Aldrei kynnst vondum bíl Uppáhaldsmatur: Sigin grásleppa Versti matur: Svið Besti drykkur: Vatn Skemmtilegast: Að vera í góðra vina hópi Leiðinlegast: Myndflippið þegar Stefán mundar fjarstýringuna Gæludýr: Snjótittlingarnir sem fá korn í garðinum mínum Skemmtilegast í vinnunni: Þegar viðskiptavinurinn fer ánægður út Leiðinlegast í vinnunni: Að kenna á fjarstýringu í gegnum síma Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Heiðarleiki og létt lund En verst: Þegar „strákar“ yngri en ég kalla mig VINA Draumastaðurinn: Austurríki Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Hendurnar Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: James Bond Spólan í tækinu: Enginn tími til að horfa á videó í desember hjá kaupmönnum Bókin á náttborðinu: Engin bók, bara stafli af blöðum Uppáhalds blað/tímarit: Nýtt líf Besti stjórnmálamaðurinn: Davíð Oddsson Uppáhaldssjónvarpsþáttu: Dr. Quinn Íþróttafélag: Það er erfitt. Ætli það sé ekki 6. flokkur í fótbolta þar sem Hákon spilar Uppáhaldskemmtistaður: Enginn. Mér finnst miklu skemmtilegra að fara í leikhús Þægilegustu fötin: Gallabuxur og bolur Framtíðaráform: Að eflast stöðugt í foreldrahlutverkinu Spakmæli: Lifa í sátt og samlyndi við Guð og menn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024