Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Maður er alltaf í kosningabaráttu
Sunnudagur 19. september 2021 kl. 08:46

Maður er alltaf í kosningabaráttu

– Vilhjálmur Árnason hefur áhyggjur af því hversu margir séu ekkert að hugsa um að það séu að koma kosningar

Vilhjálmur Árnason, annar á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, notaði sumarfríið m.a. til að fara til Rússlands. Hann þykir flinkur í frágangi í eldhúsinu en þykir gamli heimilismaturinn alltaf bestur.

Hvernig varðir þú sumarfríinu?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Vinnuferð til Rússlands, á íþróttamótum og hálfs mánaðar frí á Spáni með fjölskyldunni.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Hvað það var rólegt yfir stjórnmálunum. Það er vonandi vegna þess að fólk sé almennt sátt við stöðu mála þó alltaf megi gera betur.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

„Það er alltaf einhver auka upplifun þegar maður fær tækifæri til að fara inn á hálendið.“

Hver er helstu afrek þín á heimilinu í hverri viku?

„Að ganga frá í eldhúsinu.“

Uppáhaldsmatur?

„Gamli góði heimilismaturinn. Einfalt og gott.“

Hver er þinn styrkur í matreiðslunni?

„Lambakjöt og brauðtertur.“

Notaðir þú sumarfríið eitthvað til að undirbúa kosningabaráttuna?

„Maður er alltaf í kosningabaráttu. Sú næsta byrjar degi eftir kjördag.“

Hver er tilfinningin fyrir komandi alþingiskosningum og kosningabaráttunni?

„Tilfinningin er góð, það er allt annar andi yfir þessu og umræðurnar málefnalegri og meira um hugsjónir – en hef samt áhyggjur af hversu margir eru ekkert að hugsa um að það séu að koma kosningar.“

Hveru eru stærstu málin fyrir Suðurnesin sem þú setur í forgang?

„Öflugri heilbrigðisþjónusta og betra aðgengi.“

Hvert er draumaríkisstjórnarsamstarf þitt?

„Tveggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og annars flokks sem hefur fundið stöðuleika í sínum stefnumálum.“