Maður ársins á Suðurnesjum 1990-1998
1990 / Dagbjartur Einarsson1991 / Hjörtur Magni Jóhannsson1992 / Guðmundur Rúnar Hallgrímsson1993 / Guðjón Stefánsson1994 / Júlíus Jónsson1995 / Þorsteinn Erlingsson1996 / Logi Þormóðsson1997 / Steinþór Jónsson1998 / Aðalheiður Héðinsdóttir1990 / Dagbjartur EinarssonDagbjartur Einarsson forstjóri Fiskaness hf. í Grindavík varð fyrstur valinn maður ársins af Víkurfréttum fyrir réttum áratug síðan. Dagbjartur hafði þegar útnefningin átti sér stað rekið fyrirtækið í 25 ár. Fyrirtækið veitti 150 manns vinnu.„Þegar maður hugsar til baka þá er gaman að vita til þess hvað þetta hefur gengið vel. Kannski er það lítillætið, en maður er þekktari fyrir það að berja sér alla tíð, svo segir konan alla vega og ýmsir fleiri,“ sagði Dagbjartur við upphaf viðtalsins í Víkurfréttum í ársbyrjun 1991.Dagbjartur sagði galdurinn við rekstur sjávarútvegsfyrirtækis að fara gætilega í fjárfestingar og fara ekki of langt í einu, taka þetta meira skref fyrir skref.Í viðtalinu var komið inn á áhugamálin, en Dagbjartur er þekktur fyrir áhuga sinn á íþróttum og eitthvað hefur hann fengist við landbúnaðarstörf.„Mín áhugamál tengjast helst landbúnaði. Minn draumur sem barn var að verða bóndi“. Og meira úr æskuminningunni um ferðir til Reykjavíkur, sem farnar voru einu sinni til tvisvar á ári: „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég kom þangar var að sjá allt þetta fólk í sparifötum. Skildi ekki neitt í þessu, hvort það ynni enginn neitt í Reykjavík. Ég vildi ekki upplifa slíkt, að ganga alltaf um í sparifötum, því það sem mér fannst verst, var þegar mamma var að troða mér í sparifötin á sunnudögum“.Fyrirtækið hjá Dagbjarti hefur haldið áfram að vaxa og dafna.1991 / Hjörtur Magni JóhannssonSéra Hjörtur Magni Jóhannsson, þá sóknarprestur í Útskálakirkju og Hvalsneskirkju var valinn maður ársins 1991 af Víkurfréttum. Margir voru nefndir til leiks en það var álit nefndarinnar að velja Hjört Magna sem samnefnara fyrir kirkjunnar þjóna sem höfðu tekist á við mörg verkefni og það mörg erfið á undangengnu ári.„Mér er þetta mjög mikils virði og met það mikils að Víkurfréttir skuli meta það starf sem fram fer í kirkjunni þetta mikils. Í kirkjunni er unnið mikið starf og margt af því sem við prestarnir vinnum þar fer fram frammi fyrir hópi fólks en stærsti hluti starfsins er unninn í kyrrþey með syrgjendum,“ sagði Hjörtur í viðtalinu við Víkurfréttir.Undir lok viðtalsins var spurt hvort fararsnið væri á presti. Hann sagði það óvíst en raunin varð sú að Hjörtur fór utan í nám til Edinborgar í Skotlandi og fljótlega eftir að hann kom heim var hann ráðinn í stærri söfnuð, til Fríkirkjunnar í Reykjvík.1992 / Guðmundur Rúnar HallgrímssonÚtgerðarmaðurinn Guðmundur Rúnar Hallgrímsson var kjörinn maður ársins 1992 og var þetta þriðja útnefning blaðsins. Í inngangi að viðtali við Guðmund í ársbyrjun 1993 er sagt að með tilkomu kvóta og samverkandi þátta hafi orðið breyting á útgerðarmálum á svæðinu. Nokkrir útgerðarmenn og skipstjórar hafa staðið uppúr fyrir dugnað og fiskisæld. Einn þeirra er Guðmundur Rúnar Hallgrímsson útgerðarmaður Happasæls KE.Það getur verið slæmt fyrir sjósóknara að vera illa haldnir af sjóveiki. Kom aldrei til greina annað ævistarf?„Ég held að það hafi aldrei verið neitt annað í hausnum á manni. Reyndar var ég oft í landi því ég var svo rosalega sjóveikur þegar ég var yngri“. Guðmundur Rúnar sýndi okkur ör á báðum augum sem rekja má til sjóveikinnar. Annað skiptið steyptist hann niður í vélarrúm og í hinu tilvikinu steinlá hann úti á dekki með bullandi sjóveiki.Útgerð Happasæls hefur verið vaxandi og nú er nýtt glæsilegt skip í smíðum í Kína fyrir útgerðina.1993 / Guðjón StefánssonSókn á varnartímum, var yfirskrift viðtalsins við Guðjón Stefánsson, mann ársins á Suðurnesjum 1993. Þetta var árið sem Kaupfélag Suðurnesja keypti Miðvang í Hafnarfirði og tók ákvörðun um opnun lágvöruverðsverslunarinnar Kasko. Á því herrans ári velti Kaupfélagið 1,8 milljörðum króna og jók veltuna um 31% frá árinu áður.Bónus-feðgar voru á þessum tíma orðaðir við Keflavík, en Guðjón sagði ekki pláss fyrir fleiri verslanir á svæðinu. Það þyrfti 15.000 manna byggð fyrir lágvöruverðsverslun og ein slík væri fyrir. Guðjón sagði í kjölfar opnunar Kasko yrði rekstur allra kaupfélagsverslananna skoðaður og hugsanleg yrði fækkun verslana skoðuð.Frá því þetta var skrifað hefur Kaupfélag Suðurnesja vaxið og dafnað. Samkaup hf. var stofnað um rekstur matvöruverslana og kjötvinnslu en kaupfélagið sjálft rekur eingöngu fasteignir. Samkaup hf. hafa opnað, auk verslana á Suðurnesjum, Í Hafnarfirði, á Ísafirði, í Reykjavík og á Egilsstöðum og í fjörðum eystra. Fyrirtækið er í mikilli sókn og telst meðal þeirra stóru í matvöruverslun á Íslandi í dag.1994 / Júlíus JónssonÓskabarn Suðurnesja um margra ára skeið hefur verið Hitaveita Suðurnesja og það var forstjóri hennar, Júlíus Jón Jónsson sem var kjörinn maður ársins 1994 á 20 ára afmæli fyrirtækisins. Hann sagðist í viðtali við Víkurfréttir ekki síður líta á útnefninguna sem viðurkenningu til starfsmanna og stjórnarmanna Hitaveitu Suðurnesja. Við tókum undir það en sögðum að vissulega hafi margir komið við sögu í uppbyggingu fyrirtækisins en það þurfi „mann með bein í nefinu“ til að stjórna stórfyrirtæki eins og Hitaveitunni.Það er ekki ofsögum sagt að Hitaveita Suðurnesja hefur haldið áfram að blómstra og síðasta ár er gott dæmi um vöxt fyrirtækisins. Þar hefur verið byggt nýtt orkuver, númer fimm, sem kostar 2500 milljónir króna og þar er hafin 30 megavatta raforkuframleiðsla og frekari heitavatnsframleiðsla hefst á næstu vikum. Hitaveitan er metin á átta milljarða króna og nú eru uppi hugmyndir að gera fyrirtækið að hlutafélagi.1995 / Þorsteinn ErlingssonAthafnamaðurinn Þorsteinn Erlingsson var kjörinn maður ársins 1995 af Víkurfréttum. Þorsteinn hafði þegar þarna var komið við sögu rekið fiskvinnslu og útgerð í tvo áratugi og verið baráttumaður fyrir því að byggð yrði loðnuverksmiðja í Helguvík. Þegar viðtalið átti sér stað voru byggingarframkvæmdir að hefjast en þegar hafði verið byggð flokkunarstöð fyrir loðnu í Helguvík.Þorsteinn hefur haldið áfram baráttu sinni fyrir góðum málum og framförum. Þannig er hann mikill stuðningsmaður Reykjaneshallarinnar sem opnar á næstu vikum og hann er óþreytandi baráttumaður góðra mála.1996 / Logi ÞormóðssonLogi Þormóðsson var enn einn „fiskikarlinn“ sem við kusum sem mann ársins og nú fyrir árið 1996. Logi var framkvæmdastjóri í eigin fyrirtæki, Trosi og einnig stjórnarformaður Fiskmarkaðar Suðurnesja sem Víkurfréttir útnefndu við sama tækifæri sem fyrirtæki ársins. Enn og aftur stóðu menn á merkum tímamótum. Logi hafði rekið eigið fyrirtæki í tvo áratugi og fiskmarkaðurin var að sigla inn í tíunda starfsárið. Logi sagði skemmtilega sögu um tilurð skírnarnafns síns. Hann byrjaði á að segja frá því að hann væri fæddur í Skagafirði og komið undir í Málmey. „Ég fæddist 14. mars 1951 uppi í Litlu-Brekku og var sendur strax út í eyju í kommóðuskúffu í opnum bát. Á Þorláksmessu brann bærinn okkar. Ég var lagður í jötu 24. desember og svaf í fjárhúsunum yfir jólin“.1997 / Steinþór JónssonHótelstjórinn og framkvæmdamaðurinn Steinþór Jónsson, kenndur við Hótel Keflavík, var kjörinn maður ársins 1997. Enn og aftur var það valinkunn dómnefnd Víkurfrétta, skipuð fulltrúum víðsvegar úr þjóðlífinu á Suðurnesjum og blaðamönnum Víkurfrétta sem stóðu að valinu. Hótelið hafði vaxið hratt og Steinþór var áberandi í ferðaþjónustu á svæðinu. Steinþór kemur einnig að rekstri Ofnasmiðju Suðurnesja sem er markaðsráðandi fyrirtæki og selur framleiðslu sína um allt land. Þegar Steinþór hlaut nafnbótina voru frekari breytingar að verða á rekstri hótelsins og m.a. nýir veitingastaðir að opna þar innandyra. Þá hafði líkamsræktarstöð einnig hreiðrað um sig í kjallara hótelsins. Steinþór hafði sig einnig mikið í frammi í tenglsum við „nafnamálið“ svokallaða en Steinþór er ekki stuðningsmaður nr. 1 þegar nafnið Reykjanesbær er nefnt til leiks.Eftir útnefningu Víkurfrétta skellti Steinþór sér í framboð til bæjarstjórnar og náði góðum árangri. Fyrirtækin sem hann kemur að hafa einnig haldið áfram að blómstra.1998 / Aðalheiður HéðinsdóttirAðalheiður var fyrst kvenna til að hljóta titilinn eftirsótta. Hún var með eiginmanni sínum sem var við nám í útlöndum þegar hún fékk kaffibakteríuna. Upphaflega ætlaði hún síðan að opna litla kaffibúð. Hugsunin um iðnrekstur var þá ekki uppi á pallborðinu hjá Addý. „Það er ekkert voða mikið um kaffi sem við vitum ekki um og það held ég að sé styrkur fyrirtækisins, nefnilega þekkingin á á vörunni sjálfri. Í dag er Kaffitárið orðið eitt þekktasta kaffi á Íslandi. Auk þess rekur fyrirtækið kaffistaði í Reykjavík og það báða reyklausa!. Aðalheiði þykir þó skemmtilegast að kenna fólki að drekka kaffi. Kannski er hægt að líkja kaffiævintýri Addýar við ameríska drauminn. Hugmynd fæddist og varð að veruleika!