Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lýst eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga
Föstudagur 27. júní 2008 kl. 13:32

Lýst eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Umhverfisviðurkenningar fyrir fallegustu og snyrtilegustu húsin í sveitarfélaginu Garði verða veitt þann 17. júlí nk.

Bæjarbúar geta sent ábendingar og tilnefningar til formanns umhverfisnefndar, Særúnu Ástþórsdóttur á póstfangið: [email protected] eða með því að hringja í síma 690 2732 fyrir 10. júlí nk.

Veitt verða verðlaun fyrir fallegasta garðinn auk viðurkenninga fyrir snyrtilegt umhverfi. Í ár verður einnig veitt viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis og hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi götu.

Í frétt á heimasíðu Garðs segir að með umhverfisviðurkenningum vilji umhverfisnefnd Garðs vekja athygli á því sem vel er gert í byggðarlaginu hvað varðar umhverfismál og því sé tilvalið að skoða sig um í bænum og benda á þá sem eru góðar fyrirmyndir og skara jafnvel framúr.

VF-mynd/Þorgils - Lyngbraut 8 hlaut verðlaunin í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024