Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Lýsistankarnir rifnir
Þriðjudagur 14. janúar 2014 kl. 09:20

Lýsistankarnir rifnir

Ásýndin við Suðurgarð og nágrenni í Grindavík mun breytast ansi mikið á næstunni.

Ásýndin við Suðurgarð og nágrenni í Grindavík mun breytast ansi mikið því nú er verið að rífa gömlu lýsistankana sem hafa staðið ónotaðir eftir brunann mikla í Fiskimjölsverksmiðjunni á þessu svæði fyrir um áratug síðan. Búið er að rífa tvo tanka af fjórum og mun verkinu ljúka í næstu viku. 

Fyrirtækið Hauktak á lóðina og er fyrirhuguð uppbygging á þessu atvinnusvæði við höfnina sem taka mun miklum breytingum eftir þetta, ekki síður eftir að landfyllingu við Suðurgarð lýkur. Spennandi tímar eru því framundan á þessu svæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024